AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur: Vinnustaðafundir og kynningar

Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning meðal almennra félagsmanna hefjast á morgun föstudag en í gærkvöld samþykkti samninganefnd félagsins að mæla með því við félagsmenn að þeir samþykki samninginn.

Vinnustaðir og hópar sem óska eftir kynningu fyrir utan meðfylgjandi fundarplan geta haft samband við næstu skrifstofu félagsins. Ennfremur verður opnuð ný undirsíða á heimasíðu félagsins á morgun þar sem settar verða inn allar upplýsingar um nýgerða samninga og kynningarefni sett fram og fréttir af kynningum. 

Continue Reading

Hjallastefna fyrir fullorðna

Myndir Hjallastefna fyrir fullorðnaLaugardaginn 16. febrúar stóð AFL Starfsgreinafélag fyrir ráðstefnunni „Hjallastefna fyrir fullorðna“ á Hótel Héraði á Egilsstöðum en ráðstefnan var fyrir konur í félaginu.  Þátttakan  var mjög góð en um 90 konur víðs vegar að af Austurlandi sóttu hana.  Margir góðir gestir héldu áhugaverð erindi og í lok ráðstefnunnar var hópavinna.  AFL bauð upp á kvöldverð og það voru glaðar og ánægðar konur sem héldu heim síðar um kvöldið.

Búið að semja!

Hækkun launa þeirra tekjulægstu, kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki var meginmarkmið Starfgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta markmið hefur að mestu náð fram í þeim kjarasamningi sem undirritaður var í kvöld.

Continue Reading

Penninn á lofti!

Samninganefnd Starfsgreinasambandsins situr í húsnæði sáttasemjara með pennann á lofti. Fulltrúar ASÍ eru á fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar til að ganga frá framlagi ríkisvaldsins vegna nýrra kjarasamninga. Enn hefur ekki verið gengið frá sérákvæðum Alþýðusambands Austurlands / AFLs Starfsgreinafélags en fulltrúar AFLs í samninganefndinni munu ekki skrifa undir samning fyrr en gengið hefur verið frá þessum atriðum

Bræðslusamningar samþykktir

braedslurkjorSamningar starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLs og Drífanda í Vestmannaeyjum voru samþykktir með 86% greiddra atkvæða. Alls greiddu 70 starfsmenn atkvæði og þar af 60 með samningnum.

Hjallastefnan - Ingibjörg kemst ekki

Varaforseti Alþýðusambands Íslands, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, verður ekki ráðstefnustýra á málþingi AFLs í dag. Þar sem allt útlit er fyrir að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verði undirritaðir um helgina varð hún að afboða en Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs mun stýra málþinginu.

Tæplega eitt hundrað konur víðs vegar af félagssvæði AFLs hafa skráð sig til þátttöku. Dagskráin er frá 10 að morgni og fram á kvöld.