Hverjir fara í verkfall? Hverjir eru verkfallsbrjótar?
Boðað verkfall 30. apríl tekur til verkafólks á félagssvæði AFLs Starfgreinafélags sem starfar skv. almennum kjarasamningi AFLs og skv. þjónustusamningi við Samtök Atvinnulífsinsmeð eftirfarandi undantekningum:
1. Starfsmenn ALCOA Fjarðaáls.
2. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja
3. Starfsmenn við Norðfjarðargöng sem vinna skv. Stórframkvæmdasamningi. Ath. aðrir t.d. starfsmenn undirverktaka fara í verkfall.
4. Starfsmenn sveitarfélaga og ríkisstofnana
5. Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls
Athygli er vakin á þvi að þó svo verkafólk sem skráð er í önnur verkalýðsfélög á líka að fara í verkfall. Verkfallsboðunin tekur til starfa en ekki félagsaðildar þannig að allir sem vinna verkamannastörf á félagssvæðinu eiga að leggja niður störf.
Einnig er vakin athygli á því að fólk sem skráð er í verkstjórafélög en vinnur almenn verkamannastörf á að leggja niður vinnu. Einungis er heimilt að verkstjórar með skýra verkstjórnarábyrgð sinni störfum sínum en gangi ekki í störf verkafólks.
Vakin er athygli á því að með því að ganga í störf verkafólks eða koma sér undan þátttöku í verkfallsaðgerðum er vegið að rétti fólks til að knýja fram samninga. Verkfallsbrjótar njóta almennt ekki mikillar virðingar.