Leiðbeiningar um umsóknir
Leiðbeiningar um útfyllingu umsókna í starfsmenntasjóði
Hægt er að sækja um á mínar síður, félagsmaður skráir sig inn og velur Sækja um styrk. þegar sótt um er nauðsynlegt að Persónupplýsingar séu réttar, valinn er réttur sjóður, tegund styrks nauðsynlegum skrám hlaðið inn, að því loknu er valið "Senda umsókn". á Mínum síðum sjást seinustu hreyfingar, getur félagsmaður því fylgst með stöðu umsóknarinnar.
Ef notað er umsóknaeyðublaði er nauðsynlegt að fylla inn þær upplýsingar sem um er beðið.
Félagið er aðili að nokkrum starfsmenntasjóðum sem taka saman tölulegar upplýsingar flokka náms og fleira.
- Því þarf í upphafi að merkja við um hvaða nám/námskeið er sótt um styrk fyrir.
- Merkja þarf í hvaða stéttarfélagi viðkomandi félagsmaður er (noti hann umsóknaeyðublað) þótt það liggi í augum uppi að umsækjandi sé félagsmaður í AFLi þá er það ekki eins ljóst þegar umsóknin er komin inn í sjóðinn.
- Fylla út vinnustað.
- Persónulegar upplýsingar nafn, kennitala, heimili, sími og netfang - mikilvægt að fylla út síma og netfang, ef vantar gögn með umsókn þarf starfsmaður sjóðsins að geta haft samband.
- Bankaupplýsingar þurfa að vera á umsókn - banki, höfuðbók og reikningsnúmer.
- Greiðslur eru færðar rafrænt og sé villa í þessum upplýsingum eða gefið sé upp reikningsnúmer sem passar ekki við kennitölu umsækjanda, er ekki hægt að greiða inn á reikninginn. Í þeim tilfellum er greiðslu frestað þar til upplýsingar hafa borist.
- Loks er beðið um upplýsingar um námið – hvernær það fór fram og hver stendur fyrir náminu/námskeiðinu.
Fylgigögn með umsókn:
Greiðslukvittanir fyrir útlögðum kostnaði – ef um ferðakostnað er að ræða þarf að fylgja kvittun fyrir honum og loks staðfesting á að námi/námskeiði sé lokið.
Loks er umsókn dagsett og undirrituð.