AFL starfsgreinafélag

Saga sjúkrasjóðanna

Árið 1961 var samið um sjúkrasjóði í almennum kjarasamningum og allmörg félög stofnuðu slíka sjóði. Fyrstu lagaákvæðin um greiðslur til sjúkrasjóða voru sett árið 1974, en með lögum árið 1979 var kveðið á um að atvinnurekendum sé skylt að greiða 1% af útborguðu kaupi í sjúkrasjóð, nema samið hafi verið um hærri greiðslur í kjarasamningum.

Tilgangur sjúkrasjóðs er fyrst og fremst að greiða félagsmönnum bætur í sjúkra- og slysatilfellum, eftir að launagreiðslum frá atvinnurekanda lýkur.

Forræði þessara sjóða er í höndum félaganna sjálfra og reglurnar sem þeir starfa eftir eru settar af þeim sjálfum, en kveðið er á um lágmarksskuldbindingar þeirra í lögum ASÍ. Nokkuð hefur verið unnið að því að samræma rétt félagsmanna til greiðslna út sjúkrasjóðum og stórt skref var stigið á síðasta ársfundi Alþýðusambandsins, þegar gerðar voru breytingar þessum lagaákvæðum sem tryggja stórlega bættan rétt margra launamanna til greiðslna úr sjúkrasjóðum miðað við það sem áður var.

Stór og öflug félög eru mun betur í stakk búin til að standa undir skuldbindingum þegar áföll ríða yfir hjá félagsmönnum. Þess vegna er sameining verkalýðsfélaga og þar með sjúkrasjóða líkleg til að auka styrk sjóðanna og samtryggingarinnar og þar með gera sjóðunum mögulegt að gera enn betur.