AFL starfsgreinafélag

Fræðsla og mennt

Með aðild að AFLi eru félagsmenn aðilar að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum. Markmið starfsmenntasjóðanna er að auðvelda félagsmönnum fjárhagslega að stunda sí- og endurmenntun. Hér er ekki eingöngu átt við hefðbundið nám heldur einnig ýmis styttri námskeið og í sumum tilvikum einnig tómstundanám.


Félagið sér um umsýslu fyrir alla sjóðina og sækir félagsmaðurinn um styrkinn til félagsins, sem afgreiðir hann til félagsmannsins.
Þar sem starfsgreinar félagsins eru nokkuð margar, eru félagsmenn í mismunandi sjóðum.


Aðild félagsmanna að starfsmenntasjóðum er eftirfarandi:

  • Landsmennt- verkafólk á almenna markaðnum
  • Sjómennt – sjómenn
  • Ríkismennt- félagsmenn er starfa hjá Ríkinu
  • Sveitamennt – félagsmenn er starfa hjá sveitarfélögum
  • Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks
  • Iðan – iðnaðarmenn (eingöngu fagnámskeið og tölvunámskeið)
  • Menntasjóður IMA – iðnaðarmenn

Hér hægra megin á síðunni má nálgast reglur sjóðanna og umsókaeyðublöð.

Kynningarmyndband Landsmennt - Ríkismennt - Sveitamennt á ensku
Kynningarmyndband Landsmennt - Ríkismennt - Sveitamennt á íslensku