Kjarasamningar ýmissa starfshópa
AFL Starfsgreinafélag hefur gert stofnanasamninga við ýmis fyrirtæki og stofnanir. Fjallað er um „Fyrirtækjasamninga” í t.d. 5. kafla aðalkjarasamnings AFLs / SGS við SA. Tilgangur fyrirtækjasamninga er að auka ávinning starfsmanna og fyrirtækis með t.d. styttingu vinnutíma með sömu framleiðni eða hækkun launa með aukinni framleiðni. Frumkvæði að gerð fyrirtækjasamnings getur komið frá starfsmönnum eða forráðamönnum fyrirtækis en leita skal samráðs við samningsaðila, þ.e. AFL.