AFL starfsgreinafélag

Launaseðill - leiðbeiningar

valtariAlmennt:
Við hverja útborgun á launamaður rétt á að fá launaseðil þar sem allir launaliðir svo sem dagvinna, yfirvinna og vaktaálög eru tilgreindir og sundurliðaðir og það sama á við um frádráttarliði. Launaliðir skulu tilgreindir í einingafjölda og kauptaxta.

Fylla rétt út alla reiti
Hér getur þú reiknað út launaseðil en það er mikilvægt að gæta þess að allir liðir séu rétt útfylltir til að rétt niðurstaða fáist. Þegar nafn launagreiðanda, launatímabil og nafn og kennitala starfsmanns hefur verið fyllt út, þarf að velja hvort orlof er greitt í orlofstímum eða orlofslaunum. Séu orlofstímar valdir reiknaat orlofslaun á allt annað en mánaðarlaun og dagvinnu. Því næst er valin orlofsprósenta.

Eftirvinna eða yfirvinna?
Hægt er að velja að reikna eftirvinnutaxta, en það á eingöngu við þá sem vinna í verslun eða á skrifstofu. Hægt er að velja um hvort reiknað er út frá mánaðarlaunum eða dagvinnutaxta. Sé reiknað út frá dagvinnutaxta þarf að slá inn yfirvinnutaxta, en hann reiknast sjálfkrafa ef notuð eru mánaðarlaun.

Annað – fylla út aðrar greiðslur!
Ef þú ert með vaktaálög, bónusgreiðslur eða aðrar kaupaukagreiðslur notar þú liðina “Annað” fyrir það og þarft þá að tilgreina tímafjölda og taxta. Athugið að hér þarf að setja inn upphæðir en ekki prósentu. Setja þarf inn upplýsingar um skattkort, það er hlutfall eigin skattkorts og upphæð persónuafsláttar sem nýta má frá maka, sé hann til staðar og ef um uppsafnaðan persónuafslátt er að ræða. Að lokum þarf að setja inn hlutfall séreignasparnaðar ef um hann er að ræða.

Reikna - prenta
Þegar allar upplýsingar hafa verið settar inn og yfirfarna, er smellt á reikna og kemur þá launaseðilinn útreiknaður og síðan er hægt að prenta hann út.