AFL starfsgreinafélag

Krafa gegn Reisugili

Mál þetta, sem tekið var til dóms 21. síðasta mánaðar, var höfðað 29. ágúst 2023 af ...... á hendur Reisugili ehf., Búðavegi 48 á Fáskrúðsfirði. Sjá dóminn í heild

Veikindaréttur í uppsögn - VHE

Úrlausn málsins réðist af því hvort stefnandi hafi tilkynnt forföll sín til atvinnurekanda með fullnægjandi hætti  til að virkja þann rétt fastráðins starfsmanns að missa ekki neins í af launum sínum vegna sjúkdóms eða slyss þrátt fyrir að vera á uppsagnartímabili, málið snérist ekki síður um réttmæti læknisvottorðs þar sem skoðun fór fram eftir að veikindi hófust. Sjá dóminn

 

Réttarstaða trúnaðarmanns við hópuppsögn

Viðurkennt er að uppsögn stefnda Eflingar á trúnaðarmanni VR A , hjá Eflingu stéttarfélagi þann 13. apríl 2022, var ólögmæt og braut gegn 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Viðurkennt er að stefndi braut gegn ákvæðum nr. 13.2 og 13.4 í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 1. apríl 2019 með því að meina A trúnaðarmanni VR aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum VR á skrifstofu stefnda hverra hagsmuna honum bar að gæta. Stefndi greiði stefnanda 600.000 krónur í málskostnað. sjá dóminn

Slys við steypusprautun - Kárahnjúkavirkjun

Dómur - Yushan Shao - Stefnandi var við vinnu í jarðgöngum við Kárahnjúkavirkjun um klukkan 2 aðfaranótt 10. desember 2006, þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi. Steypa sem samkvæmt lögregluskýrslu vó 80-100 kg, hrundi úr lofti gangnanna og lenti á baki stefnanda. Fallhæð steypunnar var um það bil 7,2 metrar. Stefnandi féll á brautarteina á gangnagólfinu og lenti með andlitið ofan í vatni, en eftir göngunum rann straumvatn. Samstarfsmenn stefnanda drógu hann upp úr vatninu og báru hann á nærliggjandi járnbrautarvagn. Hann var fluttur út úr göngunum og með sjúkrabifreið á Egilsstaði og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Stefnandi skaddaðist alvarlega á mænu í slysinu og lamaðist frá brjósti. sjá dóminn í heild