Verkfall á álverslóð
Á hádegi í dag, 4. maí, kemur til verkfalls meðal starfsmanna undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls, takist samningar ekki fyrir kl. 12:00. Samningafundur stendur nú yfir í húsi sáttasemjara - en þar sem mörgu er ólokið í samningagerð eru talsverðar líkur á að verkfallið komi til framkvæmda. Verkfallið í dag stendur til miðnættis en eftir viku hefst síðan ótímabundið verkfall.
Verkfallið nær til starfsmanna eftirfarandi fyrirtækja: Brammer, Eimskipafélagið, Fjarðaþrif, Launafl, Lostæri, Securitas, Sjónarás (Gámaþjónustan), VHE. Verkfallið nær einungis til þeirra starfa sem unnin eru á athafnasvæði verksmiðjunnar og á Mjóeyrarhöfn og til starfsmanna sem vinna að jafnaði 70% eða meira starfs síns vegna verkefna fyrir ALCOA Fjarðaál
AFL Starfsgreinafélag mun bjóða fyrirtækjunum undanþágur frá boðuðu verkfalli vegna starfa sem beinlínis tengjast öryggi almennings, umhverfis eða starfsmanna.