Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% um áramót
Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lágmarkslaunum. Nánar um fjárhæðir atvinnuleysisbóta má sjá hér