Óvissa um framhald: Sjómannasamningar í uppnámi
Mikil óvissa ríkir um framhald viðræðna um kjarasamning sjómanna eftir að slitnaði upp úr í viðræðum Sjómannasambandsins og útgerðarmanna í dag. Að sögn fulltrúa AFLs í samninganefnd sjómanna hefur enginn árangur náðst í stóru málunum þrátt fyrir talsverð fundarhöld sl. 14 daga. Formanður og varaformaður Sjómannadeildar AFLs héldu félagsfundi víða á félagssvæðinu í síðustu viku og heyrðu hljóðið í sjómönnum. Mikill einhugur var í félagsmönnum og þá sérstaklega varðandi olíuverðsviðmið en ein af kröfum SSÍ er að hlutur aflaverðmætis til skipta fari úr 70% í 73% Góð mæting var á fundina sem voru haldnir á Höfn, Reyðarfirði, Norðfirði og Seyðisfirði og mættu ca 50% félagsmanna deildarinnar á fundina.
Að sögn einstakra fundarmanna er mikill sóknarhugur í sjómönnum og þótti mönnum ótímabært að fara að ræða eftirgjöf af kröfugerð - verkfallið væri búið að standa í mánuð og það munaði ekkert um mánuð í viðbót.