Sjómannasamningur naumlega samþykktur - skip á leið á miðin!
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var tilkynnt hjá ríkisssáttasemjara klukkan 20:45. Atkvæði fóru þannig að 52,4 prósent samþykktu samninginn en 46,9 prósent greiddu atkvæði gegn honum.
Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.
Á kjörskrá voru 2214 og kusu 1189 um samninginn. Kjörsókn var því 53,7 prósent. Já sögðu 623 en nei sögðu 558. Alls voru á kjkörskrá hjá Sjómannadeild AFLs 160 sjómenn og þar af greiddu 93 atkvæði eða 58%.
87 félagsmenn AFLs greiddu atkvæði á kjörfundum félagsins en 6 greiddu atkvæði utankjörstaða - eða á kjörfundum annarra félaga. Öll atkvæði voru talin í einum potti og því ómögulegt að vita hvernig niðurstaða var í einstaka félögum.
AFL hélt þrjá kynningarfundi um samninginn - á Höfn, Reyðarfirði og á Neskaupstað.
Yfirmenn hafa verið að gera skip sjóklár í dag í von um samþykkt samninga og má búast við að fjöldi skipa haldi til veiða strax í kvöld eða fyrramálið.