Aukaársfundur Stapa og Birtu lífeyrissjóða
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðar til aukaársfundar sjóðsins árið 2017. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og hefst kl. 13:00.
Dagskrá:
- Samþykktarbreytingar
Breyta þarf samþykktum sjóðsins svo launamenn geti frá 1. júní nk. ráðstafað iðgjaldi umfram 12% í svokallaða tilgreinda séreign líkt og kveðið er á um í kjarasamningi ASÍ og SA frá 21. janúar 2016. Tillögur að breytingunum verður aðgengilegar á heimasíðu sjósins stapi.is a.m.k. tveim vikum fyrir fundinn. Hægt er að fá gögnin send í pósti sé þess óskað, beiðni sendist á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.
Birta lífeyrissjóður boðar til aukaársfundar sem haldinn verður fimmtudaginn 22. júní n.k. að Hvammi, Grandhóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst kl. 17:00
Dagskrá
- Drög að tillögum til breytinga á samþykktum Birtu lífeyrissjóðs, vegna heimildar til að ráðstafa viðbótariðgjaldi í tilgreinda séreign. sjá heimasíðu sjóðsins birta.is