Sjálfboðaliðar við störf fyrir sveitarfélög
Félagsmenn hafa haft samband við skrifstofu AFLs vegna atvinnuþátttöku sjálfboðaliða á vegum erlendra samtaka hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu. Vegna þessa hefur formaður AFLs m.a. sent Fjarðabyggð erindi þar sem segir:
"Sjálfboðaliðastörf hjá sveitarfélögum.
AFL Starfsgreinafélag hafnar allri aðkomu sjálfboðalíða við vinnu á vegum sveitarfélaga innan þéttbýliskjarnanna. Sama gildir um verklegar framkvæmdir á vegum sveitarfélaganna bæði innan og utan þéttbýlis.
Það er skilningur félagsins að sjálfboðaliðastörf geti því aðeins átt við um fegrun fólksvanga og hreinsun á fjörum.
Reynt hefur verið mánuðum saman að fá viðræður við Sambands ísl. sveitarfélaga um samræmdar reglur um störf sjálfboðaliða hjá sveitarfélögunum án árangurs.
Á meðan svo er mun AFL Starfsgreinafélag halda sig við ofnagreinda skilgreiningu.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir"
Félagið hefur kannað í viðhorfskönnunum meðal félagsmanna hversu algeng sjálfboðaliðastörf eru og virðist sem þeim hafi fækkað nokkuð milli ára - sjá mynd. Félagið er að undirbúa átak í að ná persónulegu sambandi við þá sem starfa sem sjálboðaliðar og mun leitast við að fá þá til að heimila okkur að innheimta laun fyrir þá í þeim tilvikum sem sjálfboðaliðar starfa við efnahagslega starfssemi - þar sem vinnan hefði að öðrum kosti verið unnin af félagsmönnum AFLs.