KVENNAFRÍ 2018 - KVENNAVERKFALL
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og sýna samstöðu með fundi á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðunum: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!
Síðastliðið ár hafa frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum undirstrikað að brýnt sé að tryggja öryggi kvenna og jaðarsettra hópa á vinnumarkaði. Nú er nóg komið, konur eiga að vera öruggar í vinnunni og í samfélaginu öllu! Kvennafríið í ár er helgað #MeToo.
Þess vegna eru konur hvattar til að ganga út kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og krefjast kjarajafnréttis og öryggis á vinnustað. Baráttufundur verður haldinn á Arnarhóli kl. 15:30 sama dag þar sem Jóhanna Sigurðardóttir fyrrv. forsætisráðherra, Claudie Wilson lögfræðingur og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpa fundinn, ásamt því sem að fjöldi kvennakóra og listakvenna munu koma fram.
Samstöðufundir verða haldnir víðs vegar um landi og eru konur hvattar til að mæta á fund í sinni heimabyggð.
Búast má við að skrifstofum AFLs Starfsgreinafélags verði lokað á þessum tíma nema á Höfn og Vopnafirði - þar sem karlpeningurinn mun vinna.