AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Jól og áramót í orlofshúsum og íbúðum

Úthlutun í orlofsíbúðir AFLs á Akureyri og í Reykjavík var í gær.  Alls bárust 103 umsóknir.  Í fyrstu umferð var dregið á milli þeirra sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár og síðan milli þeirra sem áður hafa fengið úthlutað. Dregið var að milli allra þeirra sem ekki fengu úthlutað til að ákvarða stöðu þeirra á biðlista.  Aðeins bárust tvær umsóknir í íbúðir félagsins á Akureyri og hafa því umframvikur verið settar á vef félagsins - fyrstu kemur fyrstur fær.  Í Reykjavík var öllum íbúðum úthlutað.

Gjalddagi staðfestingargreiðslu úthlutaðra íbúða er á morgun og verður þá ógreiddum íbúðum úthlutað að nýju til þeirra sem eru á biðlista. Nokkrir hafa látið vita að þeir muni ekki nýta úthlutunina og hefur þeim íbúðum verið endurúthlutað.

Staðfestingargjald v. íbúða er kr. 5.000 og er það óendurkræft. Leiguverð er óbreytt.  Mikilvægt er að félagsmenn sem ekki ætla að nýta sér að hafa fengið úthlutað láti vita sem fyrst því enn eru 11 manns á biðlista og hafa ekki fengið úrlausn ennþá.  Félagsmenn geta ennþá óskað eftir stöðu á biðlista en koma þá aftan við þá sem sóttu um innan frests.

Ath. Orlofsíbúðir eru aðeins leigðar í  viku í senn um jól og áramót - þ.e. frá 20. des - 27. des og frá 27. des - 3. jan.  Sama gildir um orlofshús félagsins í Lóni, Einarsstöðum, Illugastöðum og í Ölfusi. Ekki er úthlutað orlofsdvölum í húsin yfir hátíðirnar - heldur er hægt að bóka íbúðirnar á vef félagsins.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi