AFL í góðum málum - Gallup könnun
Aðeins um 3,6% félagsmanna eru ósátt við AFL Starfsgreinafélag og er það besta niðurstaða félagsins frá því að fyrst var farið að mæla viðhorf félagsmanna til þess. Þá eru félagsmenn tilbúnari nú en áður til þess að taka þátt í starfi félagsins. Yfir 60% aðspurðra eru jákvæðir fyrir því að taka þátt í starfinu en voru 44% 2014.
92% félagsmanna telja að verkalýðshreyfingin eigi að taka skýra afstöðu og jafnvel forystu í samfélagsmálum - og er það hækkun frá um 83% 2013. Félagsmenn AFLs telja verkalýðshreyfinguna helst eiga að beita sér í skattamálum, heilbrigðismálum, vaxtamálum og húsnæðismálum.
Um 10% félagsmanna finnst félagið ekki hafa staðið sig vel í baráttunni en 65% telja félagið standa sig vel.
Nánar verður fjallað um viðhorfskönnun AFLs og Einingar Iðju á næstu dögum - en úrtak AFLs var alls 1.477 félagsmenn og svarhlutfall var 45%.
Eining Iðja hefur hafið birtingu á niðurstöðum sínum og eru þær ekki ósvipaðar og niðurstöður AFLs