Stakkholt - ruslageymslunni læst
Búið er að læsa ruslageymslunni í Stakkholti þar sem ótímabundið verkfall Eflingar hófst á miðnætti og þar með verkfall sorphirðufólks. Starfsfólk AFLs hefur verið í beinu sambandi við alla sem dvelja í orlofs-og sjúkraíbúðum félagsins og lofa allir sem þar eru að ganga vel um og koma sorpi sjálft á móttökustöðvar sorps. Lokað hefur verið fyrir nýjar bókanir í húsinu á næstu dögum þar sem ekki er unnt að tryggja að húsið verði enn opið fyrir gesti. Ef sorp fer að safnast upp á göngum eða í bílageymslu eða á lóð - verður húsinu lokað. AFL styður félagsmenn Eflingar í kjarabaráttu sinni og því verður engin sorplosun frá húsinu á vegum félagsins á meðan verkfall stendur yfir.
Myndin er úr myndasafni AFLs og er af sorphirðu á Austurlandi.