AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómannasambandið vinnur í félagsdómi!

smabataÍ gær féll dómur í Félagsdómi þar sem úrskurðað var að óheimilt væri að lækka skiptaprósentu á bátum yfir 12 metrum að lengd - þó svo að sérstakur vélstjóri /vélavörður væri um borð.  Ákvæði er í kjarasamningum við Landsamband smábátaeigenda um að ef bætt er vélaverði á báta undir 12 metrum og fjórir eru í áhöfn - er heimilt að lækka skiptaprósentu úr 21,6% í 20,36%.

Útgerðir báta 12 - 15 metra að lengd hafa verið að túlka ákvæðið (sic) þannig að það nái einnig til báta yfir 12 metra að lengd og eftir að Sjómannasambandið freistaði þess að fá Landssamband Smábátaeigenda til að taka undir túlkun sína en án árangurs varð að sækja úrskurð til félagsdóms.

Dómurinn féll í gær og sjómönnum í vil og þannig að túlkun Sjómannasambandsins stendur.  Sjómannadeild AFLs Starfsgreinafélags er aðili að Sjómannasambandi Íslands.

Sjá nánari skýringu á heimasíðu Sjómannasambandsins  sjá dóminn hér

Mynd úr myndasafni AFLs

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi