AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Farsóttin: Óbreyttar greiðslur sjúkrasjóðs AFLs

Alþýðusamband Íslands, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin undirrituðu í gær samkomulag um viðbrögð vegna launamissis þeirra sem settir eru í sóttkví í yfirstandandi farsótt.  Samkvæmt samkomulaginu mun launafólk sem sett er í sóttkví - halda launum frá launagreiðanda - sem aftur mun eiga kröfu á Sjúkratryggingar Íslands vegna þess kostnaðar.  Samkomulagið er allt á formi viljayfirlýsinga - þ.e. Samtök Atvinnulífsins beinir tilmælum til launagreiðenda að greiða laun og ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingu á lögum um sjúkratryggingar til að launagreiðendur fái tjónið bætt.

Í samkomulaginu beinir Alþýðusamband Íslands tilmælum til aðildarfélaga um að greiða sjúkum félagsmönnum sjúkradagpeninga að tæmdum veikindarétti.  Um greiðslur úr sjúkrasjóði AFLs fer skv. reglugerð sjóðsins sem aðeins aðalfundur félagsins getur breytt.  Skv. reglugerð sjúkrasjóðs AFLs greiðir sjóðurinn félagsmanni 85% af meðallaunum síðustu 6 mánaða að frádregnum sjúkradagpeningum SR.

Í reglugerðum flestra sjúkrasjóða eru ákvæði um heimild til að skerða greiðslur eða fella niður í því tilfelli að alvarleg farsótt ógni afkomu sjóðs. Engar aðstæður sem sjáanlegar eru á þessu stigi benda til þess að þessi farsótt verði svo illvíg og alvarleg að það ógni afkomu sjúkrasjóða og því lítil ástæða til að óttast að til skerðinga á sjúkradagpeningum komi.

Samkomulagið sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu í gær felur í sér að fjarvera frá vinnu vegna sóttkvíar mun ekki ganga á veikindarétt launafólks þannig að fólk ætti að halda óskertum veikindarétti þrátt fyrir sóttkví.

Nánari upplýsingar um farsóttina og viðbrögð við henni má finna á vefsíðu Landlæknisembættisins.

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38911/Spurningar-og-svor-vardandi-koronaveiruna-

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi