Opnað fyrir bókanir í Stakkholt
Þar sem verkfalli sorphirðufólks í Reykjavík hefur verið aflýst - hefur verið opnað fyrir bókanir í sjúkra-og orlofsíbúðir AFLs í Stakkholti og ruslageymslan opnuð. Á þessum þremur vikum sem verkfallið hefur staðið hafa félagsmenn AFLs sem dvalið hafa í húsinu sýnt fyrirmyndar tillitssemi og fjarlægt allt rusl sjálft. Aðeins þrjú tilvik eru skráð af þrifafyrirtæki AFLs um rusl sem skilið var eftir. Í einu tilfelli í íbúð - í einu tilfelli fyrir framan íbúð og síðan í hjólageymslu. Náðst hefur í alla þrjá "sökudólga" og lokað á frekari leigur til þeirra í 6 mánuði - enda hafði verið rætt við alla leigjendur og íbúðir aðeins leigðar gegn loforði um að allt rusl yrði fjarlægt af leigjendum.
Athygli er vakin á því að þrátt fyrir að viðburðum sé frestað með stuttum fyrirvara um þessar mundir vegna kórónaveirunnar - þá gilda óbreyttar reglur AFLs um afbókanir íbúða. Ef afbókað er innan 10 dögum áður en leiga hefst - er leigan ekki endurgreidd nema annar leigjandi komi í staðinn.
AFL Starfsgreinafélag óskar félagsmönnum Eflingar til hamingju með að hafa lokið þessari erfiðu vinnudeilu.