AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Úthlutunarfundi vegna sumarhúsa breytt

uthlutun

Sumarhúsum AFLs verður úthlutað á lokuðum fundi í dag.  Alls hafa borist 269 umsóknir um 348 leigutímabil sem í boði eru - en búast má við að margir séu um hituna á vinsælustu svæðum á aðalsumarleyfistímanum.  Fyrst er dregið  á milli þeirra sem í forgangi eru, en það eru þeir sem ekki hafa fengið úthlutað síðustu þrjú ár. Síðan er dregið úr varaumsóknum þeirra sem eru í forgangi og síðan er dregið milli þeirra sem ekki eru í forgangi  - aðal og varaumsóknum.

Þeir sem fá úthlutað fá um það tölvupóst síðar í dag og eins þeir sem ekki fengu en fóru á biðlista.  Greiða þarf óendurkræft  staðfestingargjald , kr. 5.000 fyrir 16. apríl en eftirstöðvar leigu síðan fyrir 7. maí.

Síðustu sumur hafa alltaf verið eftir óúthlutuðar vikur sem fara í framboð á orlofssíðu félagsins eftir 10. maí og þannig hafa sjaldan verið nokkur ónýtt tímabil í orlofshúsum félagsins. Alls bíður félagið nú upp á 29 orlofshús á 10 stöðum á landinu.

Samkvæmt hefð og reglum félagsins eru úthlutunarfundir orlofshúsa öllu jöfnu opnir fundir og félagsmönnum frjálst að vera við úthlutunina.  Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að fundurinn í dag verði lokaður og munu starfsmenn félagsins á Reyðarfirði annast úthlutun.  Stuðst er við úthlutunarkerfi er hugbúnaðarfyrirtækið Austurnet hefur hannað fyrir félagið og jafnframt gamaldags "spilastokk" sem notaður er til að velja tilviljanakennt, röðina í úthlutun.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi