AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Dale á milli starfa

DaleNýtt námskeið fyrir fólk í leit að atvinnutækifærum  -  100% fjármögnun af fræðslusjóðum

 

Markmið námskeiðsins eru:

  • Efla sjálfstraust og auka eldmóð til að setja kraft í atvinnuleit, leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína.
  • Stækka tengslanetið til að styrkja fagleg tengsl og byggja upp ný sambönd
  • Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif og koma faglega fyrir og af öryggi í mismunandi aðstæðum.
  • Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu í krefjandi aðstæðum og undir álagi.
  • Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum til að auka trúverðugleika og leggja áherslu á styrkleika.

Fyrirkomulag:  Einu sinni í viku í tvo og hálfan tíma í senn í 6 skipti og fer fram LIVE ONLINE á netinu.  Fjórum vikum eftir að námskeiði lýkur er síðan boðið upp á eftirfylgnitíma í 90 mínútur. 

Námskeiðsgjaldið er að fullu greitt af fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt, Sveitamennt og Sjómennt og sendir Dale Carnegie reikninginn fyrir þátttökugjaldinu beint á fræðslusjóðina.

Upplýsingar um næstu námskeið og skráning er á www.dale.is/bokanir

Það sem við förum yfir á námskeiðinu:

  • Gerð framtíðarsýnar og hnitmiðuð markmiðasetning að stefna að næstu 3-6 mánuði.
  • Setjum eldmóð í þau verkefni sem hafa áhrif á árangur okkar
  • Tökum styrkleikaprófið til að koma auga á styrkleika sem nýtast okkur þegar á móti blæs og á hvaða sviðum við viljum bæta okkur
  • Gerum ferilskrá með áherslu á styrkleika og bætum ásýnd á samfélagsmiðlum
  • Stækkum tengslanetið og kortleggjum lykilsambönd
  • Lærum reglur í mannlegum samskiptum og skuldbindum okkur til að beita þeim til að opna fyrir ný sambönd
  • Aukum trúverðugleika í tjáningu með því að þekkja hvernig styrkleikar okkar nýtast og hvernig við komum okkar persónulega vörumerki á framfæri
  • Viðhöldum jákvæðu viðhorfi og stjórnum áhyggjum og kvíða
  • Stækkum þægindahringinn til að auka kjark og þor og vera sveigjanlegri
  • Komum auga á árangur af því að sýna eldmóð, bæta samskipti og veitum öðrum innblástur og hvatningu.

Námskeiðinu fylgir rafræn handbók á íslensku, gullna reglubókin og annað ítarefni.

Live Online fjárþjálfun á sér stað í rauntíma þar sem þátttakendur taka virkan þátt. Það eru tveir þjálfarar á því námskeiði þar sem annar er með fókus á tæknihliðinni. Við notum Webex frá Cisco sem er sérhannað þjálfunarumhverfi sem hentar námskeiðunum okkar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi