Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs
Aðalfundur Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags er boðaður mánudaginn 28. desember kl. 17:00 að Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Boðið verður upp á þátttöku í gegnum fjarfund fyrir þá sem þess óska.
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2. Kjaramál
3. Breyting á reglugerð Sjómannadeildar. Lögð fram tillaga um að grein 2 í reglugerð deildarinnar verði þannig;
- 2. gr. Félagar Deildina skipa þeir félagar AFLs - Starfsgreinafélags sem á hverjum tíma starfa á bátum og skipum á félagssvæðinu.
Þeir félagsmenn deildarinnar sem starfa sem einyrkjar á vinnumarkaði geta átt aðild að deildinni en njóta hvorki atkvæðisréttar eða kjörgengis. Ef félagsmenn eiga 5% eða meira í útgerð þar sem þeir vinna jafnfram sem launamenn fer um réttindi þeirra með sama hætti og um réttindi einyrkja. Ef félagsmenn eiga hlut í eða reka útgerð í skulu þeir sitja hjá í atkvæðagreiðslu um mál sem varðað gætu hagsmuni þess fyrirtækis. (Breytingartillagan er skáletruð og blálituð)
4. Kosning stjórnar
5. Önnur mál
- ath. á fundinum verður fjallað um breytingu á reglugerð deildarinnar en lögð hefur verið fram tillaga um að einyrkjar í útgerð og félagsmenn sem eiga að lágmarki 5% í útgerðarfélagi hafi ekki atkvæðisrétt um kjarasamning um kaup og kjör sjómanna. Þetta er sambærilegt ákvæði og er í öðrum deildum AFLs.