AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL hættir sölu á gistiávísunum Fosshótela

AFL hefur liðin ár selt félagsmönnum gistiávísanir til notkunar á Fosshótelum. Ávísanirnar hafa verið teknar úr sölu.  Ástæðan er að skv. Fosshótelum var það of mikið umstang að taka við ávísunum og merkja þær nýttar á þar til gerðri vefsíðu og innheimta svo andvirðið hjá AFLi.  Því vildu hótelkeðjan að AFL færi að selja "gjafabréf" fyrir keðjuna - en að gistiverðið væri síðan ákvörðun hótelsins hverju sinni.

Með tillit til þess að AFL hefur niðurgreitt hverja gistinótt telur félagið að þetta sé óviðunandi því félagið vill með niðurgreiðslu sinni tryggja fast gistiverð fyrir félagsmenn.  Auk þess teljum við það afturhvarf til eldri starfshátta að fara að afhenda "gjafabréf" í stað þess að geta sent út rafrænar gistiávísanir sem við höfum gert síðustu 3 ár og gefist vel.

AFL harmar að viðskiptum við Íslandshótel sé lokið því þessi hótelkeðja er með hótel víða um land og félagsmenn AFLs verið dyggir viðskiptamenn keðjunnar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi