AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2022

Minningars EdvardsSigurdssonar

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Um sjóðinn gildir sérstök reglugerð.

Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa:
Drífa Snædal forseti ASÍ, Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ og Agnieszka Ewa Ziółkowska, formaður Eflingar–stéttarfélags.

Minningarsjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 1.000.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.

Umsóknareyðublað

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi