Kjaradeilu vísað til ríkissáttasemjara.
Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Landssambands ísl. verslunarmanna og VR hafa ákveðið að vísa yfirstandandi kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara.
Þetta er gert þar sem lítill árangur hefur orðið af viðræðum undanfarinna vikna. Samningsaðilar voru að freista þess að gera skammtímasamning til ca 15 mánaða en þegar kom að því að ræða launaliðinn er bil milli aðila allt of breytt. Með vísuninni fer verkstjórnin á viðræðunum yfir til ríkissáttasemjara.