AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðslu lokið

Atkvæðagreiðslu Starfsgreinadeildar félagsins um kjarasamning SGS við SA lauk kl. 12:00 á hádegi.

Á kjörskrá voru                 2993      félagsmenn
Atkvæði greiddu              772         eða 25,8%

  • Já sögðu 645 eða 83,55%
  • Nei sögðu 96 eða 12,43%
  • Auðir seðlar 31 eða 4,02%

Samningurinn er því samþykktur og gildir frá og með 1. nóvember s.l.

kosning

Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum SGS sem stóðu saman að gerð hans undir forystu SGS.  Að meðaltali voru það 85% þeirra sem greiddu atkvæði í þessum 17 félögum sem samþykktu samninginn en 11% greiddu atkvæði gegn honum en rösk 3% skiluðu auðu.  Kjörsókn var að meðaltali 16,6%.

Alls eru það 27.000 félagsmenn sem voru á kjörskrá en aðeins um 4.000 greiddu atkvæði.  Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. nóvember og fær því launafólk sem fær laun skv. samningnum leiðréttingu fyrir nóvembermánuð með næstu útborgun.

Atkvæðagreiðslur standa enn yfir fyrir verslunar- og skrifstofufólk og iðnaðarmenn í félaginu og lýkur kl. 12:00 á miðvikudaginn

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi