AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ný námsleið fyrir "samfélagstúlka"

sveitaf

Haustið 2023 stefnir Austurbrú að því að fara af stað með með námsleiðina Samfélagstúlkur en það er hagnýt námsleið fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að taka að sér verkefni sem túlkar.

Gert er ráð fyrir að námið hefjist með staðlotu á Egilsstöðum eða Reyðarfirði  09. – 10. september. Kennslan fer fram á íslensku og gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi gott vald á íslensku og a.m.k einu öðru tungumáli sem vinnutungumáli.

Í náminu verða 2 staðlotur á Egilsstöðum og/eða Reyðarfirði. Þá verður einnig kennslustundir á netinu á miðvikudögum frá kl. 17:30-20:30

Austurbrú vill  vekja athygli á þessari námsleið og hvetja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að kynna námsleiðina fyrir sínu starfsfólki og hvetja til þátttöku. Kostnaður við námið er 43.000 kr. og geta einstaklingar og fyrirtæki sótt um endurgreiðslu á námskeiðsgjaldinu til sinna starfsmenntasjóða.

 

Skráning fer fram á heimasíðu Austurbrúar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi