AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Ný heimasíða

thumb_afl-vef4Nýr vefur AFLs Starfsgreinafélags

Nýr vefur AFLs hefur hér með litið dagsins ljós en til þessa hafa bæði vefur AFLs Starfsgreinafélags Austurlands og Vökuls Stéttarfélags verið opnir þrátt fyrir sameiningu félaganna og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar sl. vor. Þróun þessa vefs hefur staðið með hléum frá því um áramót og vonum við sem að honum unnum að vel hafi tekist til.

Að vefnum unnu eftirtaldir aðilar.

1. Þarfagreining og skipulag: Starfsfólk AFLs

2. Ráðgjöf við markmiðssetningu: Guðmundur Rúnar Árnason

3. Grafísk hönnun: Hlynur Ólafsson

4. Forritun: Galdur ehf., Heiðar Sigurðsson

5. Uppsetning og innsetning efnis:  Valborg Jónsdóttir

6. Efnisöflun og innsetning: Guðmundur Rúnar Árnason, Gunnar Smári Guðmundsson, Hjálmþór Bjarnason, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Ragna Hreinsdóttir, Þorkell Kolbeins, Sigurbjörg Kristmundsdóttir.

7. Aðstoð: Elsa Sigmundsdóttir og fleiri.

Þau markmið sem sett voru við gerð vefsins voru að gera hann auðveldan í notkun fyrir félagsmenn okkar og að á honum væri algengustu spurningum um kaup og kjör svarað. Auk þess ættu félagsmenn okkar að geta leitað þar upplýsinga um ýmis önnur álitamál. Reynt var að gera vefinn einfaldan í uppbyggingu og „notendavænan".  Jafnframt að efni það sem er á vefnum komi félagsmönnum að gagni og veki áhuga þeirra.

Vefnum fylgir innri vefur sem ætlaður er trúnaðarmönnum okkar og öðrum sem gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið. Þar verða birtar ýmsar upplýsingar sem tengjast innra starfi félagsins og einnig upplýsingar nauðsynlegar trúnaðarmönnum. Hægt er að sækja um aðgang að innri vefnum á sama stað og félagar skrá sig á póstlista til að fá tilkynningar þegar nýtt efni birtist.

Bókasafn vefsins er í þróun en búast má við að þar verði vistuð tugir skjala á næstu dögum. Miðað er við að þar verði vistuð skjöl sem á einhvern hátt snerta félagsmenn AFLs og vekja athygli þeirra og áhuga.

Félagsmenn sem hafa ábendingar varðandi efnisval eða vilja leggja sitt af mörkum t.d. varðandi framlög til bókasafnins eða myndasafns eru velkomnir í hóp okkar sem höfum verið að vinna að gerð þessarar síðu. Ábendingar eða efni vinsamlegast sendist á póstfang Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript.

Ég þakka starfsfólki félagsins og samstarfsaðilum okkar fyrir gott samstarf síðustu vikurnar við gerð þessa vefsvæðis.

 

Þetta var BARA gaman.

 

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi