Samningaviðræður við sveitarfélögin
Fyrsti samningafundur milli Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasamanbandsins (SGS) var haldinn í vikunni, en AFL er með umboð sitt hjá SGS vegna endurnýjunar samninga við sveitarfélögin. Samningurinn rennur út í lok september
Á því borði er verið að ræða samning til skamms tíma líkt og gildir um aðra samninga félagsins.
Þar er jafnframt til úrlausnar sú stórundarlega ákvörðun bæjarstjórnar Hornafjarðar að skerða kjör félagsmanna sveitarfélagsins, en sveitarfélagið hefur eitt sveitarfélaga á landsvísu sagt upp sérákvæðum í kjarasamningi sem lofað var samhliða því að AFL fór inn í samræmdan kjarasamning sveitarfélaganna. Nái þetta fram að ganga munu skerðingarnar hafa mest áhrif á starfsfólk leikskólana.