AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Áfall fyrir Seyðisfjörð

Í dag kynnti Síldarvinnslan áform um lokun á bolfiskvinnslu á Seyðisfirði en í dag starfa um 30 starfsmenn við vinnsluna.  Þar með er líklegt að "frystihúsarekstur" á Seyðisfirði leggist af eftir áratuga samfellda sögu.

Fiskimjölsverksmiðja SVN verður áfram rekin á Seyðisfirði og togarinn Gullver gerðu út - þó að landanir flytjist eflaust annað.

AFL Starfsgreinafélag mun boða fund með starfsfólki á næstu dögum.  Það er lítið sem félagið eða aðrir aðilar geta gert til að hafa áhrif á þessa ákvörðun SVN en félagið mun heyra í starfsfólki og kanna hvort unnt verður að aðstoða það í kjölfar þessarar ákvörðunar.

AFL hefur verið í sambandi við Vinnumálastofnun á Austurlandi vegna þessarar fréttar og munu þessir aðilar stilla saman strengi hvað varðar ráðgjöf og aðra aðstoð sem félagsmönnum stendur til boða. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi