Sveitarfélög á Austurlandi skerða ekki laun v. þátttöku í kvennaverkfalli
Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur konur og kvár meðal starfsmanna til að taka þátt í boðuðu kvennaverkfalli 24. október nk. Bæjarráð hefur falið bæjarsstjóra að undirbúa daginn og gera ráðstafanir. Ekki verði dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í verkfallinu. Þá liggur fyrir samþykkt frá Bæjarráði Fjarðabyggðar um að ekki verði dregið af launum starfsfólks sem tekur þátt í verkfallinu í samráði við sinn stjórnanda. Vopnafjarðarhreppur skerðir ekki laun og þeir sem þurfa að sinna neyðarþjónustu fá aukafrídag vegna þessa. Sama gildir um Langanesbyggð.
Bæjarráð Múlaþings hefur ekki fjallað um málið - en skv. bæjarstjóra verður miðað við tilmæli Sambands Sveitarfélaga og ekki verður dregið af launum kvenna og kvára enda verði fjarvera frá vinnu í samráði við yfirmenn.