Skrifstofur AFLs lokaðar eða hálfmannaðar
Á morgun, 24. október verða skrifstofur AFLs flestar lokaðar þar sem konur í starfsliði AFLs leggja niður vinnu og taka þátt í samstöðufundum í tilefni kvennaverkfalls 2023. Einn karlkyns starfsmanna félagsins fer til Reykjavíkur til að leysa af hólmi starfskonur ræstingafyrirtækisins Sólar sem annast ræstingar á orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík. Hann fær þar aðstoð umsjónarmanns orlofseigna félagsins og munu þeir reyna að annst ræstingu og undirbúning þeirra íbúða félagsins þar sem leiguskipti verða.
Á skrifstofum félagsins á Höfn og Vopnafirði verða síðan tveir karlar við störf - einn á hvorum stað. Þeir munu reyna að annast símsvörun eins og þeir ráða við en búast má við að einhverjum símhringinum verði ekki svarað og það hringi út.
Á Austurlandi verða samstöðufundir á þremur stöðum - á Höfn hefst dagskráin kl. 11:30 við ráðhúsið en síðan verður gengið að veitingahúsinu Heppu þar sem boðið verður upp á súpu og tilheyrandi. Síðan verður dagskrá með tónlist og erindum og að lokum verður bein útsending frá útifundinum á Austurvelli.
Á Neskaupstað verður safnast saman kl. 11:00 við íþróttahúsið þar sem unnið verður að skiltagerð. Fundur hefst kl. 12:00 með ávarpi og fjöldasöng. Gengin verður kröfuganga að Egilsbúð kl. 13:00 með skiltin sem konur útbúa í íþróttahúsinu og kl. 13:30 verður kaffi og veitingar í boði. kl. 14: hefst síðan streymi frá útifundinum á Austurvelli.
Á Egilsstöðum er dagskrá á Hótel Héraði sem hefst kl. 13:00.
Stjórn og starfsfólk AFLs Starfsgreinafélags sendir konum um land allt samstöðukveðjur í tilefni dagsins.