AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómannasamningar: Árangurslaus fundur

2020 NTV STARFSMIÐAÐ

Samninganefndir Sjómannasambandsins og SSÍ funduðu í dag.  Fundurinn var árangurslaus og miðaði lítt í samkomulagsátt.  Viðræðum var ekki slitið - en ekki hefur verið boðaður annar fundur í deildunni.  Nýafstaðið þing Sjómannasambandsins lýsti trausti á samninganefnd sambandsins og hvatti til að viðræðum væri haldið áfram.  Á þinginu var m.a. rætt hvað hefði aðallega valdið því að samningar í febrúar hefðu verið felldir og nokkur atriði nefnd.  Samninganefnd SSÍ hefur unnið að því að fá úrbætur í þeim efnum.  Meðal þess sem félagsmenn hafa nefnt er lengd samningsins og er unnið að því að stytta samningstíma.  Einnig voru ákvæði um veikindarétt óskýr og hefur verið unnið að því að skýra þau og þá er margumtalað ákvæði 1.39 sem verið hefur í kjarasamningi sjómanna síðustu 20 ár - en menn vilja út nú. Þá er deilt um gamalt ákvæði með að áhöfn ísfiskiskipa annist "yfirísun" afla sem senda á á markað erlendis - en dýrmætur tími fer a löndunarfríi manna í þessa vinnu og nánast enginn afli fer lengur á markað - heldur hefur verið seldur áður beinni sölu.  Því vill SSÍ meina að ákvæðið eigi ekki við lengur.  Aðeins fáar útgerðir láta áhafnir skipa ennþá standa í þessu - en það strandar á þeim að gefa þetta ákvæði eftir og leyfa mönnum að njóta hafnarfría.

Kjarasamningarnir í febrúar voru felldir með 67% atkvæða en kjörsókn var rétt innan við 50%.

Á næstu dögum og vikum munu forystumenn sjómannafélaga ráðgast við bakland sitt og væntanlega verða síðan teknar ákvarðanir um aðgerðir öðru hvoru megin við áramót - ef ekki þokast í samningaátt fyrr. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi