AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sveitarfélög - fyrning ótekins orlofs

 SveitafOrlof

Svo virðist sem einhver sveitarfélög ætli að "fyrna" ótekið orlof starfsmanna 30. apríl. nk.  Það þýðir að eigi starfsmenn enn ótekið orlof þegar næsta orlofsár hefst - muni sveitarfélögin fella það niður óbætt - þ.e. hvorki veita frí út á það né greiða það út með peningum.  Þetta er skv. túlkun sveitarfélaganna á grein 4.3.1 í aðalkjarasamningi en álit ASÍ er að greinin standist hvorki orlofslög né Evróputilskipun 2003/88/EB.  Þetta álit Alþýðusambandsins var síðan staðfest með dómi Evrópudómstólsins 22.september 2022 (mál C-120/21.

AFL hefur þegar vakið athygli einhverra sveitarfélaga á túlkun Alþýðusambandsins og því að félagið mun gæta hagsmuna félagsmanna láti sveitarfélög af þeirri hótun sinni um að fyrna ótekið orlof þann 30. apríl. nk.

Með fyrningu orlofs er í raun verið að fella niður - neita að greiða - áður áunnin laun.  Samkomulag á vinnumarkaði er á þá leið að fyrir hverja unna klukkustund fær launafólk ákveðna upphæð greidda út sem laun með loforði um að síðan verði önnur upphæð greidd síðar sem "orlof".  Með fyrningu áunnins orlofs - er það loforð svikið.  Í dómi Evrópudómstólsins er vakin athygli á því að það er launagreiðanda að sjá til þess að starfsfólk taki orlof og hafi tækifæri til að taka orlof.  Launagreiðendur geta því ekki borðið því við sem vörn að "áunnið orlof" sem safnast hefur upp - komi þeim á óvart.  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi