AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sjómenn skrifa undir kjarasamning

IMG 20240206 135043
Samningsaðilar gera sig klára til að skrifa undir kjarasamning í hádeginu í dag.


Sjómannasambandið skrifaði undir kjarasamning laust eftir hádegi í dag.  Samningur sem gerður var fyrir um ári síðan var felldur og eftir nokkuð hlé hófust samningaviðræður aftur í haust og náðust samningar loks á ný.

Með samningnum eru lífeyrisréttindi sjómanna 15,5% eins og annarra landsmanna, veikindaréttur er styrktur og taka ákvæði veikindaréttar nú í fyrsta sinn fullt tillit til mismunandi launakerfa sjómanna - s.s. mismunandi  skiptimannakerfa.  Er þá sjómönnum í skiptimannakerfi með 50% hlut á móti makker,  tryggð óbreytt laun í allt að 4 mánuði í veikinda-og slysatilfellum.  Í flestum tilfellum hingað til hafa menn fengið 50% laun í tvo mánuði og síðan kauptryggingu.

Gildistími samnings er 10 ár en með uppsagnarákvæði eftir 5 ár og öðru eftir sjö ár.  Sjómenn fá eftirleiðis desemberuppbót eins og aðrir launþegar.  Við undirritun samnings fá sjómenn eingreiðslu að upphæð 400.000 kr. og er það "fyrirframgreidd desemberuppbót" næstu fjögurra ára því desemberuppbót verður fyrst greidd 2028 og svo eftirleiðis.

Sjómannasamband Íslands mun birta kynningarefni og svara spurningum á heimasíðu sinni www.ssi.is og á facebook síðu sambandsins  https://www.facebook.com/sjomannasamband.

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 12. febrúar kl. 12:00 og stendur til kl. 15:00 16. febrúar.  Sameiginleg atkvæðagreiðsla allra aðildarfélaga SSÍ er um samninginn.

Ákvörðun um undirritun samningsins var tekin í síðustu viku er aðildarfélögin héldu fund í samninganefnd sambandsins og mættu aðildarfélögin með um fjörtíu starfandi sjómenn á fundinn.  Þar voru samningsdrögin kynnt og farið í umræður um þau.  Að umræðum loknum samþykkti fundurinn einróma að skrifað yrði undir samninginn.

Hér má sjá samninginn sjálfan og hér stutt kynningarefni um samninginn.  Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar, heimasíðu Sjómannasambandsins og Facebook síðu sambandsins. 

 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi