AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Tilkynning frá Sjómannasambandi Íslands

Kjarasamningur sem undirritaður var þann 6. febrúar 2024 var samþykktur með 62,84 greiddra atkvæða. 37,17% voru á móti. Kjörsókn var 53,62%

Það er alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins. Það sýnir sig best að við sem höldum uppi málefnalegri og siðaðri umræðu höfðum vinninginn. Fyrir það ber að þakka þeim sem komu með okkur í vegferðina.

Samningurinn er tímamótasamningur fyrir sjómenn.

Loksins eru sjómenn innan SSÍ komnir með lífeyrisréttindi á við aðra landsmenn. Loksins er gert upp úr 100% aflaverðmæti. Loksins geta sjómenn sagt að þeirra hlutur í olíukostnaði sé í burtu. Nú geta sjómenn sótt hækkun beint á skiptaprósentu ef þurfa þykir með grein 1.39.1. Loksins koma hækkanir á kauptryggingu og kaupliðum eins og gerist á almenna markaðnum. Loksins hætta sjómenn yfirstöðu við yfirísun. Loksins fá sjómenn desember uppbót árið 2028. Loksins er stærðarmörkum skipa breytt þannig að gagn sé að. Áfram gakk.

Valmundur Valmundsson formaður SSÍ lét hafa eftir sér eftir að niðurstaða var kynnt.

,,Núna eru sjómenn innan SSÍ komnir með alvöru kjarasamning eftir erfiða fæðingu. Sá samningur sem felldur var fyrir ári síðan er grunnurinn að þessum nýja samningi. Við bættum við og lagfærðum það sem sjómenn gagnrýndu hvað mest í þeim samningi. Ég er stoltur af mínum félagsmönnum innan Sjómannasambandsins að samþykkja samninginn. Taka ekki mark á öllum þeim óhróðri og rangfærslum sem steypt var yfir sjómenn í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og meðan á henni stóð. Eins og ég hef áður sagt opinberlega, kunna sjómenn að lesa sér til gagns og greina kjarnann frá hisminu. Við unnum að kynningu samningsins á málefnalegan og faglegan hátt án upphrópana og útúrsnúninga. Það er að skila sér núna með samþykkt þessa nýja samnings.”

Úrtöluraddir munu halda áfram að hljóma um innihald samningsins. Hlustum ekki á hælbítana, höldum stoltir áfram og vinnum eftir góðum kjarasamningi næstu árin.

 

F.h. framkvæmdastjórnar og samningansefndar Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi