Athugasemd um athugasemd
Mynd úr myndasafni AFLs
Vegna áréttingar Vatnajökulsþjóðgarðs óskar formaður AFLs Starfsgreinafélags eftir að koma eftirfarandi á framfæri
Það eru ánægjulegar upplýsingar að þjóðgarðurinn hafi gert samkomulag um samningslok við umræddan rekstraraðila sem verið hefur með veitingastarfsemi í Skaftafelli.
Jafnframt er vonast til að þjóðgarðurinn vandi sig betur næst við val á rekstraraðila, standi á annað borð til að bjóða út reksturinn.
Það vekur sérstaka athygli að þjóðgarðinn lætur að því liggja að lögmaður hans hafi logið í formanninn þegar hann upplýsti að samningur við umræddan aðila hafi verið framlengdur í 3 ár.
Símtal lögmannsins eru einu samskiptin sem fulltrúar þjóðgarðsins hafa haft frumkvæði af við AFL , þrátt fyrir að fullyrt sé að það hafi verið leitað fulltingisins verkalýðsfélaga vegna umrædds máls.
Hafi þjóðgarðurinn sett sig í samband við önnur verkalýðsfélög, vegna starfsmannamála í veitingasölunni í Skaftafelli þá kallar það á enn aðrar spurningar, þar sem starfsemin er rekin á félagssvæði AFLs.
Í áréttingu Vatnajökulsþjóðgarðs er síðan fullyrt að ekkert hafi komið út úr eftirliti verkalýðsfélaga né lögreglu. Þó liggur fyrir að endurtekið hefur þurft að innheimta vangoldin laun starfsmanna, starfsmenn hafa verið við störf sem án starfsréttinda hérlendis, en upplýsingar um það berast Vinnumálastofnun, auk þess að lögregla hefur þurft að aðstoða fólk við að komast í burtu eftir ofbeldishótun á vinnustaðnum.
Að mati formannsins sæmir það ekki opinberri stofnun að fjalla af slíkri léttúð um jafn alvarleg málefni og hér eru rakin .
AFL Starfsgreinafélag kallar eftir samfélagslegri ábyrgð stofnana ríkisins.
Sjá áréttingu þjóðgarðsins https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/frettir/aretting-vegna-umfjollunar-i-thetta-helst-a-ruv