Starfsendurhæfing Austurlands
Markmið
Markmið Starfsendurhæfingar Austurlands er að aðstoða fólk sem misst hefur vinnu um skemmri eða lengri tíma t.d. vegna sjúkdóma, slysa, eða félagslegra aðstæðna, og endurhæfa til vinnu og/eða náms, auka lífsgæði og endurnýja starfsþrek. Lögð er áhersla á að endurhæfingin fari sem mest fram í heimabyggð þeirra sem hennar njóta og að allar stoðir nærsamfélagsins séu nýttar, s.s. heilbrigðiskerfið, félagsþjónustan, mennta og fræðslukerfið og fleira.
Saga
Starfsendurhæfing Austurlands var formlega stofnuð 14. nóvember 2007 af 18 stofnaðilum á Austurlandi, þ.e. AFLi starfsgreinafélagi, Framhaldsskólanum í Austur Skaftafellssýslu, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Menntaskólanum á Egilsstöðum, Samtökum sveitafélaga á Austurlandi, Verkmenntaskóla Austurlands, Verslunarmannafélagi Austurlands, Vinnumálastofnun Austurlands, Þekkingarneti Austurlands, Þróunarfélagi Austurlands, Stapa - lífeyrissjóði, og sveitarfélögunum Djúpavogshreppi, Fjarðabyggð, Fljótdalshéraði, Hornafirði, Seyðisfjarðarkaupstaður og Vopnafjarðarhrepp.
Starfsfólk: | Nafn: | Sími: | Netfang: |
mynd vantar |
Linda E. Pehrsson (framkvæmdastjóri) |
471 2938. 8525232 |
Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. |
Sjá einnig www.starfa.is