AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Félagsleg undirboð í opinberum framkvæmdum

24072013339Starfsmenn við byggingu nýrrar bryggju á Djúpavogi eru hlunnfarnir í launum og búa við ófullnægjandi skilyrði.  Samkvæmt lauslegri könnun AFLs Starfsgreinafélags vantar á annað hundrað þúsun krónur á mánuði  upp á að kjör starfsmanna við bygginguna standist kjarasamninga og lög. Á myndinni er kaffistofa starfsmanna.

Eftir lauslega skoðun félagsins á launaseðlum virðist sem yfirvinnukaup sé ranglega reiknað og muni um 500 krónum á hverjum tíma – auk þess sem félaginu sýnist eftir að hafa rætt við starfsmenn að unnir yfirvinnutímar séu vanreiknaðir um 8 tíma að lágmarki á viku. 

Orlof á laun er ekki greitt en á að vera að lágmarki 10,17%.Mennirnir búa í gámum á hafnarsvæðinu og standast gámarnir engar lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubúða – en innheimt er af mönnunum húsaleiga engu að síður.

 Starfsmenn sem vinna fjarri heimilum sínum eiga að fá fæði hjá vinnuveitanda – en í þessu tilfelli er þeim séð fyrir einni heitri máltíð á dag – en á móti kemur að af launum þeirra er dregið fæðisgjald.Félagið fundaði með starfsmönnum í gær – sem segjast óttast uppsagnir ef þeir standi á réttindum sínum – en þessir launþegar, sem eru Slóvenskir, eru ekki félagsmenn neins verkalýðsfélags en hafa unnið mest á höfuðborgarsvæðinu.Starfsmenn AFLs útskýrðu stöðu mála fyrir þessum starfsmönnum og buðu aðstoð við að gæta hagsmuna þeirra. 

Hafnarframkvæmin er á vegum Djúpavogshrepps og fjármögnuð af opinberu fé.  Þrátt fyrir að hreppurinn sé hinn eiginlegi verkkaupi fór útboðið skv. skilmálum Siglingastofnunar og var tilboði lægstbjóðanda tekið.  Það tilboð var 2 milljónum króna lægra en næsta tilboð.Samkvæmt því sem bráðabirgðaskoðun félagsins leiðir í ljós virðist sem alls skorti um 1 milljón króna á mánuði upp á að rétt sé staðið að launagreiðslum auk þess sem allur aðbúnaður starfsmanna er langt fyrir neðan ásættanleg lágmarksskilyrði.

Skv. upplýsingum sem AFL hefur fengið er hart lagt að verktaka framkvæmdanna að segja sig frá verkinu enda er það orðið langt á eftir áætlun.  Sami verktaki hefur fengið verk við aðrar opinberar framkvæmdir.

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps kallaði í vikunni heilbrigðisyfirvöld til að skoða starfsmannaaðstöðu.  Heilbrigðisfulltrúinn fór ekki inn í starfsmannaaðstöðuna en þar eru herbergi sem varla ná 6 fm. stærð - og allur aðbúnaður mjög hráslagalegur.  Vinnuvélaréttindi starfsmanna hafa verið skoðuð og fylgist lögregla með því að þeir vinni ekki á tækjum sem þeir ekki hafa réttindi á.   

Félagið kallar eftir aukinni ábyrgð opinberra aðila við útboð verka – en því miður er það allt of oft sem tilboði aðila sem standast engar kröfur – er tekið og er þá aðeins horft á tilboðsupphæð.

Þessir aðilar skilja síðan oftar en ekki eftir sig sviðna jörð ógreiddra verslunarúttekta, skulda við birgja og undirverktaka og hlunnfarna starfsmenn.  Það er síðan verk opinberra sjóða svo sem Ábyrgðasjóðs launa að þrífa upp eftir fyrirtækin og kostnaðurinn lendir á samfélaginu öllu.Starfsmennirnir á Djúpavogi afþökkuðu aðkomu AFLs Starfsgreinafélags og er því fyrirtækinu  frjálst að halda áfram að hlunnfara þá – í skjóli verksamnings við opinbera aðila.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi