AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Alþjóðleg aðgerðavika hjá ALCOA

alcoa_leafletNú stendur yfir alþjóðleg aðgerðavika verkalýðsfélaga sem starfa í ALCOA verksmiðjum.  Félögin krefjast sanngjarnra launa en í vetur verða viðræður um kjarasamninga í tugum verksmiðja ALCOA í öllum heimsálfum.  Ennfremur krefjast verkalýðsfélög þess að ALCOA viðurkenni grundvallar mannréttindi sem felist í því að skipuleggja verkalýðsfélög og að samningsréttur þeirra sé virtur.

 

Það eru "Veraldartengs hjá ALCOA" sem standa að aðgerðavikunni - en það eru lausleg samtök verkalýðsfélaga sem starfa innan ALCOA verksmiðja.  AFL Starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa tekið þátt í þessu starfi frá upphafi ásamt United Steel Workers í Bandaríkjunum og Australian Workers Union frá Ástralíu.

Víða um heim glímir verkafólk starfandi fyrir ALCOA við aðstæður sem við höfum ekki þekkt á Íslandi í áratugi - þ.e. að fá viðurkenningu fyrir verkalýðsfélögum sínum eða ná fram gagnkvæmum kjarasamningum.  Ennfremur hefur verið áberandi síðustu ár viðleitni fyrirtækisins til að útvista verkefnum sem áður voru unnin af félagsmönnum verkalýðsfélaga í hverri verksmiðju.

AFL og RSÍ birtu í síðustu viku auglýsingu um þessa aðgerðaviku - og munu í vikunni senda frá sér dreifibréf varðandi kröfugerð félaganna.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi