AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Sömu laun fyrir sömu vinnu. Sambærileg kjör fyrir sambærileg störf

thumb_verdursamidvaflAFL Starfsgreinafélag hefur krafist sérstaks kjarasamnings um störf á vegum undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls frá því verksmiðjan tók til starfa. Þeirri kröfu hefur verið hafnað hingað til en nú hefur félagið vísað kröfunni sem sjálfstæðri vinnudeilu til ríkissáttasemjara. AFL Starfsgreinafélag lítur á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls sem sérstakt atvinnusvæði og að allir sem koma að starfssemi þar eigi að njóta sambærilegra kjara.
Stór hluti starfsmanna undirverktaka vinnur nákvæmlega sömu störf og unnin eru af starfsmönnum ALCOA – en á öðrum kjörum.
Á athafnasvæðinu eru unnin mikilvæg störf við þjónustu  - við viljum að starfsfólk þeirra undirverktaka fái sambærileg kjör og aðrir á svæðinu.
Nú standa yfir tilraunir til að ljúka gerð aðalkjarasamnings aðildarfélaga ASÍ. Í þeim viðræðum hafa Samtök Atvinnulífsins alfarið hafnað kröfu AFLs um sérstakan kjarasamning á athafnasvæðinu.  Það mun því væntanlega reyna á hvort gerður verður kjarasamningur við AFL Starfsgreinafélag um leið og önnur verkalýðsfélög á meðan þetta mál er óútkljáð.
Við viljum semja um okkar laun en ekki láta skammta okkur þau.Undirverktakar á svæðinu greiða í sumum tilfellum laun yfir kjarasamningum – en það eru einhliða ákvarðanir viðkomandi fyrirtækja.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi