Launahækkun – ólokin mál og framtíðin!
Félagsmenn Verslunarmannadeildar felldu kjarasamninga og verða að bíða eftir launahækkun þar til samningar takast að nýju og enn er ólokið samningum fyrir starfsmenn ALCOA og starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum.
Samkomulag varð milli AFLs Starfsgreinafélags og Samtaka atvinnulífsins um að félagið féll tímabundið frá kröfu um sérstakan kjarasamning á álverslóðinni gegn því að aðilar hefji viðræður fljótlega um gerð slíks samnings og vinni sameiginlega kjarakönnun á svæðinu. Samtök atvinnulífsins eru eftir sem áður andvíg gerð slíks samnings en samningamenn AFLs töldu þetta þó mikilvægt skref og málinu verður fylgt eftir á árinu og krafan endurvakin með fullum þunga eftir 11 mánuði.
Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags skoðar stöðu á vinnumarkaði eftir afgreiðslu kjarasamninga. Sjá hér