AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Launahækkun – ólokin mál og framtíðin!

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem taka laun skv. almennum kjarasamningum verkafólks og iðnaðarmanna fengu um síðustu mánaðarmót taxtahækkanir í samræmi við samþykkta kjarasamninga  - sjá hér.  Ath. Taxtahækkun einstakra hópa þegar launaflokkabreytingar eru teknar með geta numið allt að kr. 10.339.   Félagsmenn með laun frá 230.000 - 285.715 fá kr. 8.000 hækkun á mánaðarlaun.  Félagsmenn með mánaðarlaun yfir 285.715 fá 2,8% hækkun launa.

Félagsmenn Verslunarmannadeildar felldu kjarasamninga og verða að bíða eftir launahækkun þar til samningar takast að nýju og enn er ólokið samningum fyrir starfsmenn ALCOA og starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum.   

Samkomulag varð milli AFLs Starfsgreinafélags og Samtaka atvinnulífsins um að félagið féll tímabundið frá kröfu um sérstakan kjarasamning á álverslóðinni gegn því að aðilar hefji viðræður fljótlega um gerð slíks samnings og vinni sameiginlega kjarakönnun á svæðinu. Samtök atvinnulífsins eru eftir sem áður andvíg gerð slíks samnings en samningamenn AFLs töldu þetta þó mikilvægt skref og málinu verður fylgt eftir á árinu og krafan endurvakin með fullum þunga eftir 11 mánuði.     

Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags skoðar stöðu á vinnumarkaði eftir afgreiðslu kjarasamninga. Sjá hér  

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi