AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Útúrsnúningar og hártoganir!

inga rún

Sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, hefur ekki mikið álit á launafólki - og finnst raunar bara brandari að fólk leggi fram kröfur í kjaraviðræðum og kallar þær "viðbit" - sem er kannski ekki skrítið þegar launakjör lægstlaunuðu starfsmanna sveitarfélaga eru kannski bara eins og smá viðbit fyrir hana og aðra forystusauði sveitarfélaganna.

Inga Rún gerir grín að því að starfsfólk geri kröfu um viðunandi vinnu-og öryggisbúnað og nefnir sérstaklega sólgleraugu (sem m.a. starfsmenn sundlauga þurfa að nota til að sinna starfi sínu og öryggisvörslu) og skó sem á flestum vinnustöðum þykir sjálfsagt að útvega ef gerð er krafa um sérstakan skófatnað. Síðast en ekki síst gerir Inga Rún grín að því að pöbullinn vilji aðgengi að örbylgjuofni  og það er varla nema von að fólk sem étur í glæsilegum mötuneytum sem niðurgreidd eru af almenningi - skuli furða sig á því að fólk þurfi að hita matinn sinn sjálft. ("Af hverju étur ekki pakkið bara kökur"?)

Á öllum alvöru vinnustöðum kæmi krafa um aðbúnað á kaffistofu aldrei til umræðu því menn hefðu skammast sín til að hafa þetta í lagi.  Þegar þetta er ekki í lagi - er síðasta úrræði launafólks að senda kröfuna inn á samningafundi.  Ef þetta er svona lítið og ómerkilegt að það er efni í brandararæðu fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélaganna - ætti að vera létt verk og löðurmannlegt að leysa úr þessum kröfum.  Hvað ætli sólgleraugu fyrir sundlaugarverði kosti?  Ætli örbylgjuofnar í kaffistofur þar sem þá vantar kosti álíka og niðurgreiðsla í mötuneyti Sambands Sveitarfélaga kostar á dag?

Það er með ólíkindum að kjörnir fulltrúar almennings í landinu hafi setið þegjandi undir ræðu Ingu Rúnar.  Málflutningur hennar og framkoma Sambands Sveitarfélaga síðustu misseri eru kjörnum fulltrúum í sveitastjórnum landsins til skammar og minnkunar.  Komandi verkföll hjá sveitarfélögunum má skrifa skuldlítið á forystuna og þá fulltrúa í sveitarstjórnum sem við kjósum aftur og aftur til valda.

Í hlekknum hér má sjá þessa yfirgengilegu ræðu.  https://www.visir.is/k/bbcd938b-264c-4637-a433-be0a574e114f-1572605823613?jwsource=cl

 

Brunaþéttingar

Brunaþettingar

 

Námskeið fyrir byggingarmenn verður haldið á Reyðarfirði fimmtudaginn 14.11.2019 kl. 14:00 - 18:00, Búðareyri 1, Austurbrú

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efni sem notuð eru til þeirra. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.

 

Skráning - Brunaþéttingar

Fréttatilkynning frá Eflingu – stéttarfélagi og Starfsgreinasambandi Íslands.

LeikskoliSveitaf

SGS og Eflingu barst núna eftir hádegið bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt var að sveitarfélögin hefðu einhliða ákveðið að vísa yfirstandandi kjaradeilu til Ríkissáttasemjara. Ástæðan sem tilgreind er og vísað til er ályktun sem samþykkt var í tilefni af kvennafrídeginum á þingi SGS í síðustu viku. Þar var meðal annars var fjallað um stöðu ófaglærða verkakvenna og stöðunni kjaradeilunni.
Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur. Er það raunar í samræmi við þeirra framgöngu og málatilbúnað síðan samningar runnu út í apríl, hvort sem það snýr að jöfnun lífeyrisréttinda, innágreiðslum, fyrirkomulag viðræðna eða öðrum atriðum.
það er skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning. Starfsgreinasambandið mun ekki láta hræða sig frá því að álykta á sínum þingum um það sem brennur á okkar fólki eða standa fast á okkar réttmætu og eðlilegu kröfum. Það er aftur á móti ljóst að þessi málatilbúnaður sveitarfélaganna stuðlar með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar
Björn Snæbjörnsson, formaður, 894-0729
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri, 897-8888

Sjá ályktun um kvennafrídaginn

Fiskimjölsverksmiðjur - kosning um kjarasamning að hefjast!

Nú er að hefjast kosning meðal starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum á félagssvæði AFLs um nýgerðan kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins.  Samningurinn sem gerður var sl. þriðjudag - tekur mjög mið af samningi SGS frá því í vor - en gildir í 6 ár eða allt til 2025.  Nokkrar áherslubreytingar eru í samningnum - m.a. er launaþrepum fækkað úr 15 í níu og framganga innan töflu er hraðað.

Kosið er á "mínum síðum" (sjá hlekk hér að ofan) og til að fá aðgang að þeim þarf netfang eða símanúmer þeirra sem eru á kjörskrá að vera skráð í kerfi AFLs.  Ef einhver telur sig eiga rétt til að taka þátt í kosningunni en hefur ekki fengið skilaboð þar að lútandi - getur viðkomandi sent póst á Ten adres pocztowy jest chroniony przed spamowaniem. Aby go zobaczyć, konieczne jest włączenie w przeglądarce obsługi JavaScript. með athugasemd.  Athygli er þó vakin á því að þó svo að víðar séu greidd laun skv. launatöxtum fiskimjölsverksmiðja - eru aðeins starfsmenn er starfa í verksmiðjunum sjálfum á kjörskrá og hefur kjörskrá verið yfirfarin af trúnaðarmönnum í öllum verksmiðjum.

Starfsfólk í verksmiðjum Brim á Vopnafirði, Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og Neskaupstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og Skinneyjar Þinganess á Höfn, greiða atkvæði um þennan samning.

Á kosningasíðunni sem allir á kjörskrá fá aðgang að - er kynningarefni um samninginn og farið er yfir helstu atriði hans.

Ath. - þegar félagsmaður hefur kosið - lokast kosningavefurinn fyrir viðkomandi og ekki er unnt að breyta atkvæði sínu.  Félagið hvetur alla sem á kjörskrá eru - til að nota atkvæði sitt.  Hvort heldur samningurinn er samþykktur eða felldur - skiptir máli varðandi samstöðu innan félagsins að úrslit kosninganna séu fengin með góðri þátttöku.

Að leggja allt undir!

sigga dóra

Sigríður Dóra Sverrisdóttir, starfsmaður leikskólans á Vopnafirði, stendur uppi sem sigurvegari í deilum við Vopnafjarðarhrepp - en án atvinnu. Sigríður, sem hefur lengi verið trúnaðarmaður AFLs á leikskólanum og virk í starfi félagsins, uppgötvaði 2016 að Vopnafjarðarhreppur var ekki að greiða umsamið mótframlag í lífeyrissjóð og hafði ekki gert allt frá því að samið var um hærra mótframlag 2005.  Sigríður koma strax til félagsins með málið og síðan þá hefur AFL unnið í málinu.  Sigríður hefur haldið uppi miklum þrýstingi bæði í heimabyggð og gagnvart AFLi og passað upp á að málið dagi ekki uppi.

Fyrri sveitarstjóri hvaði gefið yfirlýsingu um að starfsmenn Vopnafjarðarhrepps yrðu jafnsettir - þ.e. að hreppurinn myndi greiða vangreidd iðgjöld og með vöxtum sem dyggðu til að starfsmenn væru jafnsettir þeim sem rétt hefði verið greitt af.  Málið hefur síðan tekinn mikinn tíma - m.a. þar sem reikna þurfti það sem greiða skyldi og síðan voru sveitarstjórnarkosningar og ný meirihluti tók þá við.  Nýji meirihlutinn vildi ekki standa við yfirlýsingar fyrri sveitarstjóra og greiddi iðgjöldin en án vaxta en síðan "ófyrnda" skuld með vöxtum.

Sigríði var brugðið við þessi "svik" sveitarstjórnar og hefur barist síðan hreppurinn kynnti þessa ákvörðun sína og m.a. sagði hún upp starfi sínu en hún hefur verið starfsmaður leikskólans í  36 ár.  Hún segist ekki hafa geð í sér til að vinna fyrir hreppinn eftir svik sumarsins.

Á opnum borgarafundi fyrir skömmu reyndi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps að verja ákvörðun hreppsins og vitnaði m.a. til talnaefnis sem hreppsnefndin hefur látið gera sem átti að sýna að "meðaltali" munaði starfsmenn hreppsins ekkert um að tapa þessum réttindum  - þau færu hvort eð er að mestu í skatt og skerðingu lífeyrisgreiðslna almannatrygginga.  Var ekki gerður góður rómur að máli sveitarstjóra og í kjölfar fundarins gerði lögmaður AFLs í umboði nokkurra félagsmanna kröfu á að hreppurinn, í samræmi við upplýsingalög" afhenti öll gögn er varða málið - s.s. afrit úr fundargerðarbókum, minnisblöð, bréf og tölvupósta og annað er varðaði þessa afgreiðslu málsins.

Í gær - sendi hreppurinn frá sér yfirlýsingu um að vangreidd lífeyrisiðgjöld yrðu gerð upp að fullu þannig að sjóðsfélagar væru jafnsettir.  Má því segja að þrautseigja Sigríðar Dóru hafa skilað verulegum árangri fyrir vinnufélaga hennar og að hún hafi borið sigur í þessari viðureign.  Fórnarkostnaðurinn er hins vegar verulegur því Sigríður mun eftir mánuð kveðja sinn góða vinnustað og vinnuna sem henni er kær - en getur ekki hugsað sér að vinna áfram fyrir vinnuveitanda sem hefur bæði - í hennar augum - gengið á bak orða sinna og ekki síst sýnt henni mikla vanvirðingu síðustu mánuði.

Sigríður Dóra er  fyrirmynd fyrir launafólk sem ekki vill láta ganga yfir sig og rétt sinn - og er tilbúið til að leggja í baráttuna og gefst ekki upp. sjá viðtal við Sigríðir Dóru á Rúv

 

Samningur í fiskimjölsverksmiðjum samþykktur

Félagsmenn AFLs sem vinna í fiskimjölsverksmiðjum Brims á Vopnafirði, Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og Neskaupstað, Eskju á Eskifiriði, Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði og Skinneyjar Þinganess á Höfn samþykktu nýgerðan kjarasamning félagsins.  Kjörsókn var 75% og rösk 86% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já, 9% sögðu nei og 4 % skiluðu auðu.

SamningurFiskimjolsverksm2019

AFL gerði kjarasamninginn eitt félaga að þessu sinni en síðustu ár hafa AFL og Drífandi í Vestmannaeyjum haft samflot. Nýgerður kjarasamningur er til 6 ára og lýkur í maí 2025.  Samið var um launatöflur til 2022 en tvö síðustu árin taka launatöflur í fiskimjöli mið af launahækkunum í fiskvinnslu.  Launatafla v. starfa í fiskimjölsverksmiðjum var einfölduð og fækkaði launaþrepum úr 15 í níu.  Þá var og samþykkt bókun um nýtt launakerfi - og samkvæmt henni mun aðilar taka um viðræður um launakerfi er byggir á hæfni og hlutverki.

Samningurinn er afturvirkur til 1. apríl sl. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi