AFL starfsgreinafélag

Stofnfundur Sjómannadeildar AFLs

HóllmatindurAFL Starfsgreinafélag boðar til stofnfundar sjómannadeildar AFLs í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði miðvikudaginn 19. desember 2007 kl. 17:00

Czytaj dalej

Rýnihópur um húsbyggingu

RýnihópurAFL Starfsgreinafélag hefur keypt húseignina að Búðareyri 5 á Reyðarfirði en húsið þar er ætlað til niðurrifs og ljóst er að á lóðinni verður unnt að byggja 1000 - 2000 fermetra hús - eða mun stærra en AFL þarf undir Reyðarfjarðarskrifstofu sína. Því standa félaginu ...

Czytaj dalej

Tillögur málþings -sagan varðveitt

Málþing það er AFL stóð fyrir sagafelagannasl. laugardag um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi var fámennt enda hamlaði veður för af suðurfjörðum og eins voru Vopnfirðingar og Héraðsbúar forfallaðir vegna annarra atburða. Á málþingið mættu 12 gestir og þar á meðal Smári Geirsson, sem skrifað hefur sögu Verkalýðsfélags Norðfjarðar og Gísli Sverrir Árnason, sem skrifaði sögu "Hafnarverkalýðs" eða sögu verkalýðsfélaganna á Höfn í Hornafirði.

Czytaj dalej

Kröfugerð lögð fram

 Veruleg hækkun lágmarkslauna - Launataxtar hækkaðir um kr. 20.000 og lágmarkslaun verði 150.000. Almenn hækkun verði 4% - Sjá kröfur SGS

Czytaj dalej

Skrifum söguna - vertu með

AFL Starfsgreinafélag gengst fyrir málþingi á laugardag á Hótel Héraði um ritun og varðveislu sögu verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi. Málþingið hefst kl. 14 og skipuleggja skrifstofur AFLs ferðir fyrir þá sem þess óska.

Stjórn félagsins vonast eftir að eldri félagsmenn og þeir sem áhuga hafa á því að varðveita baráttu launafólks á Austurlandi fyri bættum kjörum mæti og taki þátt í að mynda faghópa félagsmanna sem verða til ráðgjafar um öflun heimilda og gagna.

Czytaj dalej

Siðfræðnámskeið Vopnafirði

Námskeiðið "Siðfræði á vinnustað" var haldið í gærkvöldi í sal AFLs að Lónabraut 4.Siðfræði á vinnustað Óhætt er að segja að viðtökur hafi verið með eindæmum góðar því að á sjötta tug þátttakendur skráðu sig á námskeiðið. Vinna setti hinsvegar strik í reikninginn og vegna síldarfrystingar duttu út 20 manns. Eftir voru þá 34 sem tóku virkan þátt í námskeiðinu og voru menn almennt mjög ánægðir með það. Leiðbeinandinn Björn Hafberg, hélt mönnum vel við efnið með lifandi og skemmtilegri framsetningu á námsefninu og sá tími sem því var skammtaður var fljótur að líða.   

Starfsendurhæfing Austurlands

Glæsilegur stofnfundur Starfsendurhæfingar Austurlands var haldinn í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði í dagAf fundi Starfsendurhæfingar Austurlands. Á fundinum var stofnskrá samþykkt og fjárhagsáætlun næsta árs kynnt. Reiknað er með að 20 einstaklingar verði í fyrsta hóp sem nýtur starfsendurhæfingar á vegum hinnar nýstofnuðu sjálfseignarstofnunar.

Nýráðinn forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands, Erla Jónsdóttir, var kynnt fyrir fundarmönnum og fór hún yfir verkefni næstu vikna - en undirbúningur stendur nú yfir í samráði við m.a. heilbrigðisstéttir og mennta-og fræðslustofnanir.

Czytaj dalej