AFL starfsgreinafélag

AFL vinnur í Félagsdómi

AFL vann í vikunni mál fyrir Félagsdómi gegn Fjarðabyggð. Málsatvik eru þau að tveir starfsmenn Fjarðabyggðar hafa meistararéttindi í iðngrein - sem þó tengist ekki núverandi starfi þeirra, töldu sig eiga kröfu á launaauka í samræmi við menntun sína. Í kafla um símenntun í kjarasamningi AFLs við Samband Sveitarfélaga er tekið fram að meistararéttindi í iðngrein sem þó tengist ekki starfi viðkomandi skulu gefa 2 persónustig eða 4% kaupauka. Þetta er sambærilegt á við þann launaauka sem stúdentspróf gefur.

Czytaj dalej

Nýr samningur við ríkið samþykktur

Afgerandi niðurstaða í atkvæðagreiðslu um nýjan samning við ríkið

Ríkisstarfsmenn í 15 aðildarfélögum SGS hafa samþykkt kjarasamninginn sem undirritaður var 7. október síðastliðinn í sameiginlegri rafrænni atkvæðagreiðslu. Niðurstaðan var mjög afgerandi – já sögðu 81,8% en nei sögðu

Czytaj dalej

Rakavarnarlag

Námskeiðið Frágangur rakavarnarlaga verður haldið á Egilsstöðum 30. október nk.  Nú þegar hafa 5 skráð sig á námskeiðið þannig að við munum örugglega halda það. Meðfylgjandi er auglýsing til kynningar á námskeiðinu.Rakavarnir

Fimmta þingi SGS lokið

SGSfimmtatthing2015Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála.

Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag).

Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf).

Sjá nánar á vef SGS

 

Samið við ríkið!

Félagsmenn AFLs sem vinna hjá ríkisstofnunum fá launahækkun frá og með 1. maí skv. samningi sem samninganefndir Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins undirrituðu í gær.  Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á hinum almenna markaði í vor. Hækkun frá 1. maí er 25.000 krónur. Þann fyrsta júní árið 2016 hækka laun um 5,5% að lágmarki 15.000 krónur auk breytinga á launatöflu. Ári síðar hækka laun um 4,5% og 1. júní 2018 hækka laun um 3%. Samningurinn gildir til 31. mars árið 2019 og kemur þá til sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019 uppá 45.000 krónur fyrir starfsfólk í fullu starfi og hlutfallslega fyrir starfsfólk í hlutastarfi.  Lágmarkslaun eru hækkuð til samræmis við það sem samið var um á hinum almenna vinnumarkaði og verða 300.000 krónur frá 1. júní 2018 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun. Framlag í þróunar- og símenntunarsjóði verður hækkað í 0,82% auk þess sem aukið framlag verður sett í stofnanasamninga samkvæmt sérstakri bókun.

Um samninginn:

Czytaj dalej