AFL starfsgreinafélag

Félagsmenn samþykkja samninga.

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags hafa samþykkt samning AFLs / SGS við Samtök Atvinnulífsins svo og samning AFLs / Landssambands Íslenskra Verslunarmanna við Samtök Atvinnulífsins.

Á kjörskrá um samning AFLs /SGS voru 1348, atkvæði greiddu 343 eða 25,45%. Já sögðu 254 eða 74,05%. Nei sögðu 81 eða 23,62% en 2,3% voru auð og ógild atkvæði.  Á kjörskrá um samning verslunarmanna voru 219. Atkvæði greiddu 35 eða 15,98%. Já sögðu 29 eða 82,9%.  Nei sögðu 5 eða 14,3%, eitt atvkæði var autt.

Báðir samningarnir hafa því tekið gildi.

Iðnaðarmenn í verkfall á mánudagskvöld

Samningaviðræður standa yfir í deilu iðnaðarmanna í Samiðn, þ.m.t. í Iðnaðarmannadeild AFLs Starfsgreinafélags og Samtaka Atvinnulífsins. Takist ekki samningar skellur á verkfall á miðnætti á mánudagskvöld.  Verkfallið á Austurlandi mun taka til allra iðnaðarmanna innan AFLs Starfsgreinafélags nema þeirra sem starfa hjá ALCOA Fjarðaál og undirverktökum ALCOA sem starfa á athafnasvæði verksmiðjunnar.

Birtar verða fréttir á heimasíðunni á mánudag um framvindu samningaviðræðna og undirbúning verkfalls - komi til þess.

Höldum upp á 100 ára afmælið

19. júní 2015 eru liðin 100 ár síðan stór hluti kvenna fékk kosningarétt og kjörgengi í fyrsta sinn á Íslandi. Sama dag fengu vinnumenn og aðrir eignalausir karlmenn 40 ára og eldri einnig kosningarétt.

Þó 19. júní sé fyrst og fremst minnst sem dagsins sem konur fengu kosningarétt er það einnig dagur þar sem hin snauða alþýða fékk kosningarétt að einhverju leyti.

Fyrir ungt fólk, fátæka og konur hefur kosningaréttur ekki verið sjálfsagður hlutur. 1843 höfðu aðeins ríkustu karlmenn kosningarétt – eða um 2% landsmanna.  Jafnrétti var síðan náð með áföngum þannig að það var ekki fyrr en 1984 sem allir þeir sem skilgreindir eru sem fullorðnir – þ.e. 18 ára og eldri fá fullan kosningarétt án tillits til kyns eða stöðu í samfélaginu.

Höldum upp á daginn!

 – AFL Starfsgreinafélag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli verkamannadeildar AFLs (SGS )og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla verkamannadeildar félagsins um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins er hafin og  lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum eru að berast félagsmönnum.. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu SGS. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á skrifstofum AFLs  ef þeir þurfa aðstoð við að komast inn á aðganginn.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning milli verslunarmanna- deildar AFLs (LÍV) og SA

Rafræn atkvæðagreiðsla verslunarmannadeildar félagsins um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins hefst 10. júní 2015 kl. 9:00 og lýkur 22. júní kl. 12:00 á hádegi. Kjörgögn með nánari upplýsingum berast félagsmönnum á næstu dögum. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er á heimasíðu LÍV. Félagsmönnum er einnig velkomið að greiða atkvæði með rafrænum hætti á skrifstofum AFLs meðan á kjörfundi stendur.  Þar fást jafnframt nánari upplýsingar.

Verkföllum iðnaðarmanna AFLs frestað til 22. júní.

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, f.h iðnaðarmannadeildar AFLs ásamt fleiri iðnarmannafélögunum við SA um endurnýjun kjarasamninga.
Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma.
Samninganefndir þessara félaga og sambanda og SA hafa orðið sammála um að fresta boðuðum verkföllum sem hefjast áttu 10. júní til 22. Júní. Hluti þeirra iðnaðarmannafélaga sem voru í samflotinu hafa ekki frestað boðuðum verföllum.

Kynningarfundir

Kynningarfundir um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins fara fram á eftirfarandi stöðum:

Vinnustaðir
Loðnuvinnslan          
Fáskrúðsfirði - föstudag 5.6 kl. 11:00
Haustak         
Fellabæ - mánudag 8.6 kl 12:10
Brimberg
Seyðisfirði - fimmtudagur 4.6 kl 9:30
Miðás       
Egilsstöðum - mánudagur 8.6. kl. 15.00,
Búlandstindur 
Djúpavogi  -mánudagur 8.6. kl 9:00
Skinney –Þinganes   
Hornafirði - fimmtudagur 4.6 kl. 14:00
Hótel Höfn                  
Hornafirði - miðvikudagur 3.6 kl 16:00
Vélsmiðja Hornafj.    
Hornafirði - fimmtudagur kl. 10:00
Nettó                           
Hornafirði - föstudagur 5.6. kl. 8:30


Almennir fundir
Austurborg
Vopnafirði - þriðjudagur 9.6. kl 16:00
Miðvangur
Egilsstöðum - mánudagur 8.6. kl 17:00
Búðareyri 1
Reyðarfjörður - þriðjudagur 9.6 kl 17:00
Kreml
Neskaupstað- fimmtudagur 4.6 kl. 17:00
Víkurbraut
Hornafjörður - fimmtudagur 4.6. kl. 18:00