AFL starfsgreinafélag

Áskiljum okkur rétt til aðgerða

Stjórn AFLs hvetur þingmenn til að hysja upp um sig buxurnar og vinna verkin sín. Annars eru þeir óþarfir og rétt að velja aðra - ekki eins verkfælna einstaklinga til verka.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags í dag.

Czytaj dalej

Ársfundur í undirbúningi

arsfundur2010Ársfundur trúnaðarmanna 2010 er í undirbúningi. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins að Búðareyri 1 dagana 26. - 27. mars og er opinn trúnaðarmönnum félagsins. Þema fundarins að þessu sinni er innra starf félagsins.

Czytaj dalej

Úthlutað í Spánaríbúð AFLs

Úthlutað var í íbúð félagsins á Spáni í gær. Alls bárust 26 umsóknir um þau 8 tímabil auglýst voru til umsóknar. Því varð úthlutað í öll tímabilin en þeir sem fengu úthlutun hafa fram til 6. mars til að staðfesta bókunina en falli þeir frá henni verður íbúðin boðin þeim sem ekki fengu úthlutun og síðan hverjum félagsmanni er vill.

Einnig er enn tímabil laus sem ekki þarf að sækja sérstaklega um en það eru: 27. mars – 10. apríl, 17. apríl – 1. maí, 1. maí – 15. maí og 15. maí – 29. maí.

Staðfestingabréf til þeirra er fengu úthlutað fóru í póst í morgun.

Sjá nánar um íbúðina á Spánaríbúð AFLs

Sjálfkjörið í samninganefnd við ALCOA

Sjálfkjörið er í samninganefnd AFLs vegna komandi kjarasamninga við ALCOA Fjarðaál. Alls bárust 12 tilnefningar og fyrir voru 5 fulltrúar í samninganefnd er kjörin var 2008 og var til endurkjörs. Þá var og auglýst eftir tilnefningum til trúnaðarmanna AFLs hjá ALCOA en engar bárust og því voru þeir trúnaðarmenn er gáfu kost á sér til endurkjörs - sjálfkjörnir áfram.

Czytaj dalej

Vöfflukaffið vel sótt

vfflur1Starfsmenn AFLs á Egilsstöðum og Djúpavogi slógu í vöfflur í morgun og helltu upp á. Tilefnið var tilraun til að hafa "opið" hús á þriðjudagsmorgnum og mættu 10 félagsmenn AFLs til skrafs og ráðagerða. Í lok "vöfflufundarins" ákvað fólk að hittast aftur að viku liðinni og sjá þá sjálft um vöfflubaksturinn og ennfremur skiptust menn á símanúmerum og netföngum til að koma einhverju skikk á þennan "vöffluhóp".

Czytaj dalej

Fjölmennur fundur um kvótamál

sjlfur__eskUm 130 manns mættu á fund er Útvegsmannafélag Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð, boðuðu til í gær undir yfirskriftinni "Sjávarútvegur í óvissu" og fjallaði að mestu um fyrningarleið veiðiheimilda er ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni.

Meðal frummælenda var Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en með honum á fundinum var einnig Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs.

Czytaj dalej