Þetta er byrjunin
Höfundur: Valborg
Verjum kjörin og tökum þátt í átakinu Vertu á verði. Láttu vita þegar verðið hækkar eða lækkar. Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar. Sjá meira á vef átaksins: www.vertuaverdi.is
Aðildarfélög ASÍ standa nú fyrir átaki til að sporna gegn óeðlilegum verðhækkunum sem allir landsmenn verða fyrir barðinu á um þessar mundir. Landsmenn eru hvattir til að láta vita af óeðlilegum verðhækkunum með því að senda inn farsímamyndir eða skilaboð á vefinn, vertuáverði.is. Sömuleiðis er hægt að láta vita af því sem vel er gert og vekja athygli á verðlækkunum. Markmiðið með átakinu er tvíþætt: Annars vegar að veita verslunar- og þjónustuaðilum aðhald, hvetja þá til að sýna ábyrgð og stöðva verðhækkanir. Hins vegar að að brýna fyrir almenningi að vera á verði og fylgjast vel með þróun verðlags. Okkur finnst öllum komið nóg af verðhækkunum. Við þurfum að standa saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar.