Nýr kjarasamningur vegna uppstokkunar eða beitningu í landi
Starfsgreinasamband Íslands og Landssamband Smábátaeigenda hafa undirritað nýjan kjarasamning vegna starfsmanna sem vinna við uppstokkun eða beitningu í landi. Samningurinn gildir jafnframt fyrir starfsmenn sem starfa við netavinnu.
Aðalatriði samningsins er hækkun kauptryggingar í 236.095 krónur og eingreiðsla uppá 14.600 krónur til þeirra sem voru í fullu starfi í janúar 2014. Desember- og orlofsuppbætur hækka um samtals 32.300 krónur líkt og í aðalkjarasamningi SGS og SA. Orlofsrétturinn var töluvert styrktur þar sem fólk sem starfað hefur við beitningu eða netafellingu í 10 ár fær nú 30 daga orlofsrétt, en áður var sá réttur bundinn við að starfa hjá sama fyrirtæki í 10 ár. Réttur til að fá hlífðarfatnað var einnig styrktur og er nú tekið fram í samningnum að atvinnurekandi skuli leggja til svuntu, viðeigandi vettlinga, stígvél, buxur og slopp. Hlutfall af greiðslu fyrir uppstokkun á bjóða var lækkað úr 82% í 74%. Hægt er að kynna sér samninginn í heild hér.